Nýsköpunarstefna

Af hverju þitt fyrirtæki þarf nýsköpunarstefnu á nýrri gullöld

Hraði á dreifingu nýrrar tækni og efnis er að aukast til muna. Það tók heimasímann um eina öld að komast inn á flest heimili í Bandaríkjunum, litað sjónvarp um 40 ár og farsímann um 10 ár. Eftir einungis hálft ár voru notendur Snapchat búnir að senda milljarð mynda og mest áhorfða YouTube myndbandið (Gangnam Style) var einungis 159 daga að fá milljarð áhorfa. Það tók Facebook 3 ár að ná til 50 milljón notenda á meðan Pokémon Go var einungis 10 daga að ná til sama fjölda.

Við lifum á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar þar sem breytingar gerast hratt og viðskiptavinir gera meiri kröfur um hraða og framúrskarandi vörur og þjónustu.

Þessar miklu breytingar skapa gífurleg tækifæri og það er talað um að við séum að upplifa upphaf nýrrar gullaldar.

Continue reading

Futuristic

Nýsköpun er ekki tilviljun – Hlutverk stjórnenda

Milljónir manna tengjast í gegnum símann sinn og hafa aðgang að nánast ótakmarkaðri þekkingu. Við lifum á tíma þar sem tækniframfarir eru hraðar og það er talað um að við séum að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og að ný gullöld sé að hefjast. Þessi mikla tækniþróun breytir því hratt hvernig störfum er háttað og hvaða væntingar viðskiptavinir hafa.

Fyrirtæki og störf breytast hratt

Sem dæmi þá hefur viðskiptamódel banka breyst mikið með tilkomu heimabankanna. Viðskiptavinir þurfa ekki lengur að mæta í bankann og fá þjónustu frá starfsmanni, heldur geta þeir sinnt flest öllu í tölvu eða síma. Störf endurskoðenda hafa breyst mikið með aukinni tækni og er núna möguleiki að skila inn framtölum með einungis nokkrum smellum. Sjálfkeyrandi bílar og svo margt annað er að eyða störfum og að skapa ný störf. Allar þessar hröðu breytingar eru að hafa áhrif á svo margt, og ekki síst á væntingar neytenda. Fólk er að venjast því að geta nálgast það sem það vill, þegar það vill og að það gerist hratt og örugglega. Fyrirtæki þurfa að taka þátt í þessum breytingum og einbeita sér að nýsköpun.

Continue reading

Tilviljanakennt orð

Það er talað um að mannsheilinn geti ekki meðvitað einbeitt sér að tveimur ótengdum þáttum samtímis án þess að búa til tengingu á milli þeirra.

Það getur ýtt undir sköpun að tengja vandamálið sem þú vilt leysa við tilviljanakennt orð.

Veldu þér tölu á frá 1 og upp í 20 áður en þú lest áfram því í athugasemd undir þessari færslu eru 20 mismunandi orð sem þú getur nýtt þér til að ýta undir skapandi hugsun til að leysa vandamálið sem þú ert að einbeita þér að.

Þegar þú hefur skilgreint vel það vandamál sem þú vilt leysa og ert komin/nn með tilviljanakennt orð þá getur verið gott að teikna mynd af vandamálinu og orðinu sem þú fékkst og svo er að sjá hvernig þetta getur tengst.

Hér er dæmi um hvernig mögulegt er að nýta þessa aðferð

Continue reading

Sköpunargleði og starfsánægja

Aukin starfsánægja og samkeppnisforskot með sköpunargleði

Orðið sköpunargleði samanstendur af tveimur örðum, að skapa og gleði. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru glaðir skapa meira og svo er þetta einnig öfugt því fólk verður glatt þegar það skapar. Þegar rósir eru ræktaðar þarf að byggja skjólvegg og þetta er sambærilegt með sköpunargleðina, skapa þarf rétta umhverfið. En hvernig er þetta umhverfi skapað?

Allir geta skapað

Algeng mistök fólks er að segja sjálfu sér að það sé ekki skapandi. Allir geta skapað ef þeir hafa trú á því og skilja að það að skapa þarf ekki að vera eitthvað stórt. Allir eru að skapa eitthvað daglega t.d. hvernig þeir setja saman fötin á morgnanna, hvernig maturinn er framreiddur og hvernig samtölin sem þeir eiga yfir daginn fara fram.

Continue reading

Hugleiðsla getur ýtt undir sköpunargleði

Rannsóknir gefa til kynna að hugleiðsla getur aukið sköpunargleði fólks. Samkvæmt The National Institutes of Health, The University of Massachusetts og The Mind/Body Medical Institute í Harvard University þá eflir hugleiðsla innsæi og einbeitingu sem skiptir sköpum hvað varðar góðar ákvarðanir. Albert Einstein sagði: „Innsæið er fágæt gjöf og rökhugsun trúr þjónn. Við höfum skapað samfélag sem heiðrar þjóninn en hefur gleymt gjöfinni“. Innsæi eða gjöfin eins og Einstein nefnir er þessi dýpri skynjun og skilningur sem aðstoðar okkur meðal annars í samskiptum við aðra og ekki síst að komast að bestu lausninni. Innsæið er því mikilvægt fyrir sköpunargleðina og frama fyrirtækja og einstaklinga.

Aðrar rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að hugleiðsla getur:
• Minnkað streitu
• Gert starfsmenn færari í að þjóna viðskiptavinum og sjá fyrir þarfir þeirra
• Eflt teymisvinnu
• Bætt tímastjórnun

Hugleiðsla snýst um að þjálfa hugann í að vera einbeittur sem er áskorun í nútíma samfélagi því áreitið er mikið. Hugleiðsla þarf ekki að vera flókin og í sinni einföldustu mynd er niðurtalning frá 100 í huganum hugleiðsla. Hver og einn þarf að finna hvaða hugleiðsluaðferð hentar og stunda reglulega.

Mikilvægt er að kenna starfsfólki hugleiðsluaðferðir og jafnframt að hvetja starfsfólk til að stunda hugleiðslu reglulega. Enn betra er ef það er mögulegt að útbúa hugleiðsluaðstöðu innan veggja fyrirtækja til að efla sköpunargleði, innsæi og jákvæða fyrirtækjamenningu.

Takmarkanir geta ýtt undir sköpunargleði

Skapandi hugsun er undanfari allrar verðmætasköpunar og að hugsa skapandi er  eiginleiki sem við þurfum til að leysa vandamál og ná markmiðum í eigin lífi og starfi.

Það má efla sköpunargleði á ýmsan máta, t.d. getur verið árangursríkt að nota takmarkanir til að ýta undir sköpun.

Gott dæmi um hvernig takmarkanir leiddu til aukins árangurs er þegar ritstjóri barnabókahöfundarins Dr. Seuss skoraði á hann að skrifa bók með einungis 50 mismunandi orðum. Dr. Seuss tók áskoruninni og úr varð Green Egg and Ham, ein mest selda enska barnabók allra tíma. Annað dæmi er þegar netfyrirtækið AppSumo setti takmarkanir á auglýsingakostnað fyrirtækisins, þ.e. að hann yrði lækkaður úr um 175 milljónum kr. í um 42 milljónir kr. á ári. Útkoman varð aukin sköpun og meiri árangur.

Hvaða takmarkanir getur þú nýtt þér í þessari viku til að efla sköpunargleði þína?

Lárétt hugsun eflir sköpunargleði

Lárétt hugsun

Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í meira en 60 ár og ýmislegt áhugavert komið í ljós á þessum tíma.

Mjög áhugaverðar niðurstöður eru þær að þeir sem trúa að þeir séu skapandi koma með betri lausnir við vandamálum. Aðrar rannsóknir gefa til kynna að efla má trú fólks á sköpunargleði sinni með fræðslu og æfingu.

Ein skemmtileg æfing sem getur ýtt undir sköpunargleði fólks og trú fólks á eigin sköpunargleði snýst um að spurja spurninga þar sem svarið þarfnast láréttrar hugsunar.

Lárétt hugsun er hugtak sem Edward de Bono kom með árið 1967 og það snýst um að leysa vandamál með skapandi og óbeinni nálgun. Í stað þess að nota hefðbundna skref fyrir skref rökfræði er notuð rökhugsun sem er ekki augljós um leið.

Lárétt hugsun snýst sem sagt um það að stökkva ekki á það fyrsta sem manni dettur í hug heldur að einbeita sér að því að sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum.

Hér koma þrjú dæmi um skemmtilegar spurningar sem þjálfa lárétta hugsun:

Continue reading