Um mig

Birna Dröfn Birgisdóttir, ráðgjafi og sérfræðingur í sköpunargleði og nýsköpunÉg heiti Birna Dröfn Birgisdóttir og ég hef mikla ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að nýta og efla sköpunargleði sína til þess að ná meiri árangri í lífi og starfi.

Ég er doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík þar sem ég er að rannsaka sköpunargleði og hvernig leiðtogastíllinn þjónandi forysta hefur áhrif á sköpunargleði starfsmanna. Samhliða náminu hef ég haldið ýmis erindi og vinnustofur um sköpunargleði hjá fyrirtækjum ásamt því að hafa kennt hjá Endurmenntun HÍ, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst.

Ég hef safnað að mér ýmsum tólum og upplýsingum sem tengjast sköpunargleði ásamt því að hafa lært markþjálfun, mannauðsstjórnun, NLP (neuro linguistic programming), viðskiptafræði og alþjóðaviðskipti og þessi þekking er mikilvægur grunnur sem ég byggi á til þess að aðstoða fólk og fyrirtæki við að nýta og efla sköpunargleði sína og nýsköpun.

Ef þú hefur áhuga á að bóka námskeið um sköpunargleði og nýsköpun fyrir fyrirtæki þitt eða koma í persónulega ráðgjöf til mín þá getur þú haft samband við mig með því að senda póst á birna (hjá) skopunargledi.is

Vinsælar greinar um sköpunargleði