Rannsóknir benda til að þau fyrirtæki sem markvisst styðja við og efla sköpun vaxa hraðar en þau sem gera það ekki, eru með ánægðari viðskiptavini, ná meiri árangri og eru með ánægðara og virkara starfsfólk.
Það er því ekki að furða að í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins er talað um að skapandi hugsun er einn af mikilvægustu færniþáttunum á vinnumarkaði og er spáð mesta vextinum í mikilvægi á næstu árum.
Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í fjölda ára og meðal annars hefur verið rannsakað hvernig við getum markvisst þjálfað og aukið sköpunargleðina okkar. Ein besta leiðin til þess að þjálfa skapandi hugsun er með því að læra um sköpunargleðiferlið ásamt því að leysa eigin áskorun með sköpunargleði aðferðum.
Sköpunargleðiferlið er í fimm þáttum og markmið þessara vinnustofuraðar er að kafa ofan í hvern þátt. Lögð verður áhersla á áskorun/vandamál sem teymið velur og er markmiðið að efla færni starfsmanna í skapandi hugsun og leysa áskorunina/vandamálið.
Hvaða áskorun myndi þitt teymi vilja einbeita sér að? Hér eru nokkur dæmi:
Birna Dröfn hefur ástríðu fyrir sköpunargleði og hefur unnið með fjölda fyrirtækja í mismunandi iðnuðum og þjálfað skapandi hugsun fólks í meira en áratug. Í doktorsnámi sínu hefur hún rannsakað sköpunargleði og hvernig leiðtogastíllinn þjónandi forysta hefur áhrif á sköpunargleði starfsmanna.
Birna hefur safnað að sér ýmsum tólum og upplýsingum sem tengjast sköpunargleði ásamt því að hafa lært markþjálfun, mannauðsstjórnun, NLP (neuro linguistic programming), viðskiptafræði og er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Þessi þekking er mikilvægur grunnur sem hún byggir á til þess að aðstoða fólk og fyrirtæki við að nýta og efla skapandi hugsun sína og nýsköpun.
Birna er annar meðstofnanda Bulby sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem auðveldar fyrirtækjum að nýta og efla skapandi hugsun starfsfólks með hjálp gervigreindar.
Hér má finna Birnu á LinkedIn“Hófum nýtt ár á fimm skipta vinnustofuröð í sköpunargleði hjá Birnu Dröfn sem gaf okkur verkfæri til að þjálfa upp nýtt hugsanamynstur. Faglegar, fræðandi og skemmtilegar vinnustofur. Góð fjárfesting sem þjálfaði okkur í að losa hugmyndir og lausnir út af innri lagernum!”
Sigríður Þóra Valsdóttir
“Frábærlega skipulögð vinnustofa, mjög vel framsett, fræðileg og á sama tíma skemmtileg. Hentar vafalaust flestum vinnustöðum. Það er ekki á allra færi að halda vinnustofu í heilan vinnudag og geta haldið óskiptri athygli allra frá upphafi til enda. Takk fyrir okkur.”
Logi Karlsson
Við hlökkum til að aðstoða ykkur við að sjá skapandi lausnir við ykkar áskorun og samtímis efla eina verðmætustu færni á vinnumarkaðnum (eins og kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaefnahagsráðinu).
Hver vinnustofa er 2 klukkustundir og mælt er með því að halda þær mánaðarlega. Starfsmenntasjóðir veita allt að 90% styrk af námskeiðisgjaldi (nánari upplýsingar á attin.is).