Það var árið 1990, þetta var áður en snjallsímar urðu til og J. K. Rowling var að bíða eftir lest til að fara frá Manchester til London. Það var 4 klukkutíma seinkun og hún sat á lestarstöðinni að bíða. Það var þarna sem sagan um Harry Potter byrjaði að verða til í huga hennar.
Rannsóknir benda til þess að það getur ýtt undir sköpunargleðina okkar að leiðast.
Í einni rannsókn voru þátttakendur beðnir um að lesa símaskrána áður en þau voru beðin um að koma með hugmyndir um hvað væri hægt að nota tvö plastglös í. Þessi hópur kom með fleiri hugmyndir heldur samanburðarhópar sem framkvæmdu meira spennandi verkefni.
Það að framkvæma verkefni í vinnunni sem okkur leiðist að gera, eins og að vera á fundum sem okkur leiðist á, copy-paste vinna og fleira í þessum dúr, getur því verið mjög gott fyrir sköpunargleðina okkar beint eftir svona verkefni.
Það gæti því verið sniðugt að skipuleggja rými til þess að skapa eftir að við höfum gert eitthvað sem okkur leiðist að gera.
Og svo virðist vera tilvalið að geyma símann næst þegar við þurfum að bíða eftir einhverju og leyfa huganum að reika.