Lárétt hugsun
May 30, 2022

Lárétt hugsun

Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í meira en 60 ár og ýmislegt áhugavert komið í ljós á þessum tíma.

Mjög áhugaverðar niðurstöður eru þær að þeir sem trúa að þeir séu skapandi koma með betri lausnir við vandamálum. Aðrar rannsóknir gefa til kynna að efla má trú fólks á sköpunargleði sinni með fræðslu og æfingu.

Ein skemmtileg æfing sem getur ýtt undir sköpunargleði fólks og trú fólks á eigin sköpunargleði snýst um að spurja spurninga þar sem svarið þarfnast láréttrar hugsunar.

Lárétt hugsun er hugtak sem Edward de Bono kom með árið 1967 og það snýst um að leysa vandamál með skapandi og óbeinni nálgun. Í stað þess að nota hefðbundna skref fyrir skref rökfræði er notuð rökhugsun sem er ekki augljós um leið.

Lárétt hugsun snýst sem sagt um það að stökkva ekki á það fyrsta sem manni dettur í hug heldur að einbeita sér að því að sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum.

Hér koma þrjú dæmi um skemmtilegar spurningar sem þjálfa lárétta hugsun:

  1. Karlmaður býr í penthouse íbúð í blokk og á hverjum morgni fer hann niður í lobbíið með lyftinnu. Þegar hann kemur heim þá fer hann einungis hálfa leiðina upp. Hver er skýringin á þessu?
  2. Kona er að keyra um á ofsa hraða á nýja svarta Testla sportbílnum sínum. Það er slökkt á öllum ljósastaurum og líka á bílljósunum og það sést ekki í tunglið. Allt í einu gengur svartklæddur maður yrfr götuna stuttu fyrir framan konuna en hún nær að beygja framhjá honum. Hvernig gat hún séð manninn?
  3. Hvernig getur þú kastað bolta eins fast og þú getur þannig að bolti mun stoppa og snúa til baka án þess að lenda á einhverju og hann er ekki fastur við eitthvað annað?

Spurningar sem þessar minna fólk á að sjá hlutina út frá mismunandi sjónarhorni og að fyrsta lausnin sem kemur upp í hugan er ekki endilega sú sem skilar mesta árangrinum.

Lausnir

Svörin við spurningunum eru eftirfarandi:

  1. Maðurinn er dvergur og hann nær ekki upp á efsta lyftuhnappinn.
  2. Það er dagur og sólin skýn skært og því auðvelt fyrir konuna að sjá manninn.
  3. Boltanum er kastað beint upp í loftið.

Spjallaðu við okkur um sköpunargleði

Hafðu samband