Skapandi leiðir til að að auka hagnað

“Settu súrefnisgrímuna á þig fyrst, og ef þú ferðast með barni settu þá súrefnisgrímuna næst á það. Ef þú ert að ferðast með fleiru en einu barni, settu þá fyrst grímuna á það barn sem er líklegast að verða mjög ríkt”

Þessi tilkynning hljómaði um borð í flugvél Soutwest Airlines. Hvaða áhrif gæti þessi tilkynning haft? Er líklegt að hún hafi áhrif á hagnað fyrirtækisins?

Larry Page, meðstofnandi Google, talar um að hagnaður er það sem borgar fyrir nýsköpun fyrirtækisins og nýsköpun getur svo aukið hagnaðinn.

Augljóslega skiptir hagnaður fyrirtækja miklu máli og núna þegar við erum að upplifa fjórðu iðnbyltinguna þá skiptir miklu máli að fyrirtæki séu með hagnað til að fjárfesta í nýsköpun.

Fyrirtæki geta farið ýmsar leiðir til að auka hagnað fyrirtækisins og hefðbundnar leiðir eru að vera með tilboð og auglýsa meira. Oft velja fyrirtæki þessar hefðbundnu leiðir en það eru til svo ótal margar leiðir og því skiptir máli að nýta sköpunargleðina til að sjá ný tækifæri sem samkeppnisaðilar sjá ekki.

Soutwest airlines hefur til dæmis valið húmor, en hvers virði eru þessar fyndnu öryggis tilkynningar hjá Southwest Airlines?

Samkvæmt höfundum bókarinnar Power of moments, þá hafa þessar fyndnu tilkynningar áhrif á tryggð viðskiptavina. Þeir tala um að ef Southwest Airlines gætu tvöfaldað fjölda þeirra viðskiptavina sem heyra fyndna tilkynningu, þá gæti fyrirtækið aukið tekjur sínar talsvert, eða í kring um 18 milljarða íslenskra króna á ári.

Þetta er óhefðbundin og skapandi leið til að auka hagnað og gott dæmi um mikilvægi sköpunargleðinnar til að finna nýjar leiðir til að auka hagnað. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *