Takmarkanir geta ýtt undir sköpunargleði
June 9, 2022

Takmarkanir geta ýtt undir sköpunargleði

Skapandi hugsun er undanfari allrar verðmætasköpunar og að hugsa skapandi er eiginleiki sem við þurfum til að leysa vandamál og ná markmiðum í eigin lífi og starfi.

Það má efla sköpunargleði á ýmsan máta, t.d. getur verið árangursríkt að nota takmarkanir til að ýta undir sköpun.

Gott dæmi um hvernig takmarkanir leiddu til aukins árangurs er þegar ritstjóri barnabókahöfundarins Dr. Seuss skoraði á hann að skrifa bók með einungis 50 mismunandi orðum. Dr. Seuss tók áskoruninni og úr varð Green Egg and Ham, ein mest selda enska barnabók allra tíma.

Annað dæmi er þegar netfyrirtækið AppSumo setti takmarkanir á auglýsingakostnað fyrirtækisins, þ.e. að hann yrði lækkaður úr um 175 milljónum kr. í um 42 milljónir kr. á ári. Útkoman varð aukin sköpun og meiri árangur.

Hvaða takmarkanir getur þú nýtt þér í þessari viku til að efla sköpunargleði þína?

Spjallaðu við okkur um sköpunargleði

Hafðu samband